Almennar upplýsingar um athöfn, veislu og dinner.

Eiginlega tilbúið…

Athöfn

  • Athöfnin hefst klukkan 15:30 í Castle Bled

  • Boðið verður uppá skutlu til að komast að kastalanum sem fer frá Car Park Bled klukkan 14:50.

  • Við viljum benda á að bílastæði bæði við kastalann og í Car Park Bled eru frekar dýr fyrir heilann dag (um 30 EUR) svo við hvetjum fólk til að nýta sér skutluna.

  • Athugið að til að komast í kastalann þarf að fara upp nokkrar tröppur (220 þrep) svo mjög gott er að mæta tímanlega

  • Við reynum að hafa þetta stutt og laggott

  • Eftir athöfn fara brúðhjón í smá myndartöku en á meðan verða bornir fram smáréttir og barinn opnar.

Veisla !!!

  • Veislan verður haldin á sama stað og athöfnin í Castle Bled.

  • Hefst klukkan 18:00 eða þegar við komum til baka úr myndartöku.

  • Boðið verður upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt ásamt snittum og nasli um kvöldið. Þeir sem þekkja Jósúa ættu að vita að það er fátt sem honum finnst verra en að vera svangur svo það verður nóg að borða. Sjá matseðla hér fyrir neðan.

  • Boðið verður upp á rautt og hvítt, bjór og alla óáfenga drykki (opinn bar), en sterkt vín verður til sölu á barnum

  • Gert er ráð fyrir dans svo ekki ógáfulegt að taka með sér auka dansskó ef þú ert hælaskó megin í lífinu (Inniskór í boði hússins fyrir hælaverandi)

  • Fáum okkur svo eitthvað miðnætursnarl til að halda partíinu gangandi.

  • Skutlur verða á staðnum til að skutla fólki beint heim upp að dyrum milli 00:00 og 02:00 (háð breytingum á tímasetningum)

Almennur seðill

Vegan seðill

Pre-Dinner

  • Laugardaginn 9. Sept klukkan 19:00, ætlum við að bjóða þeim sem vilja út að borða til að hrista hópinn saman.

  • Staðurinn heitir Old Cellar Bled og er í Bled þorpinu

  • Boðið verður uppá fjölda hefðbundinna rétta svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

  • Af sjálfsögðu er hægt að pannta drykki með matnum, en allt yfir 0.0 prómíl er á eigin kostnað. Engar áhyggjur samt, það verður nóg að drekka daginn eftir í boði húsins.

Aðrar hagnýtar upplýsingar

  • Brúðkaupið er barnlaust.

  • Það er aragrúi af fallegum stöðum til að skoða í kring svo endilega lítið í kringum ykkur.

  • Borga þarf í bílastæði hjá kastalanum…. ef einhver gefur þér stöðumæla sekt, annars er það ókeypis.

  • Stefnt er að því að hafa kvöldmat saman laugardaginn 9. september svo endilega merkjið ykkur sem þáttakendur í því líka á RSVP síðunni

  • Hitastigið í Slóveníu á þessum tíma er í kringum 15 - 20° C svo það er óþarfi að pakka úlpu.